Æi hvað mig langar mikið að vera leikari

Ég fór með skottuna mína á opinn dag í Borgarleikhúsinu í gær ásamt heilum helling af fólki. Bjóst ekki alveg við svona miklum fjölda. En þetta var rosa gaman allt saman og mikið að sjá. Gúa Dögg var alveg heilluð af tónlistinni sem var spiluð þarna og síðan sá hún Gosa og fannst hann voða sniðugur.

Við fórum á opna æfingu á Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarsson og var það rosa gaman að sjá það sem var þar í gangi, þótt að ekki væri verið að æfa senu eða þvíumlíkt.

EN það sem mér fannst líka gaman að sjá að uppi á sviðinu voru 3 einstaklingar sem ég var með í lokahóp í inntökuprófunum í LHÍ fyrir 5 árum síðan. Þau s.s. komust inn og kláruðu námið sitt með stæl og eru komin á svið í Borgarleikhúsinu að leika þar.

Það finnst mér frábært og hefði gefið mikið fyrir að fá að vera hluti af þeirra bekk, og eða bekknum sem komst inn tveim árum seinna en þar var ég einnig í lokahópnum. En hlutirnir æxluðust svona og ég er ekkert bitur yfir því. Finnst virkilega frábært þegar fólk fær draumana sína uppfyllta.

En við það að vera á þessari æfingu að þá kom upp þessi tilfinning sem kemur reyndar alltaf upp þegar ég kem nálægt leikhúsi og líka viðloðandi mig meira og minna allan daginn og það er sú tilfinnig að mig langar svo mikið að læra það að verða leikari.

Ég er búinn að sækja 5 sinnum um hér heima, í eitt skiptið ( það fyrsta ) kom ég illa undirbúinn og sýndi inntökunefndinni og þeim sem þar voru að sækja um, vanvirðingu með framkomu minni. 3 árum seinna sækji ég aftur um og komst þá í lokahópinn. Komst ekki inn en ákvað strax að sækja um árið eftir. Þá var ekki tekið inn þannig að ég þufrti s.s. að bíða í 2 ár. Það ár komst ég líka í lokahópinn en ekki inn.

Ætlaði síðan ekki að sækja um aftur en ákvað að gera það samt og gerði það og komst í annað þrepið. Það ár tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að sækja um aftur. Sótti um í skóla í London og komst þar inn, á braut sem ég hélt að væri leikarabraut en er það ekki og hætti ég þar ( nenni ekki nánar útí það )

Því sótti ég um núna í ár og komst ég ekkert áfram.

En ég veit hvað ég get og er því ekki búinn að gefast upp.....þótt ég sækji reyndar ekki aftur um hér heima, heldur er stefnt erlendis.

En hver veit.....Paprika Steen virtasta leikkona Dana sótti um 13 sinnum áður en hún komst inn:=)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Hey, mundu bara hvað Chuck Norris sagði: "When one door closes, a bigger one opens."

Mama G, 2.9.2008 kl. 16:58

2 identicon

Sæll frændi.

 Flott blogg hjá þér. 

Líst vel á leikaradrauma þína og hvet þig innilega áfram í því að láta þá rætast. Alls ekki gefast upp, ég veit að ég á eftir að sjá þig brillera á sviði.

 Kveðja
Gerða

Gerða frænka (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband