Verum gerendur ekki fylgjendur

Mikið var!

Nú verða bara allir kosningabærir menn að skrifa undir og krefjast nýrra kosninga. Ef ákveðið hlutfall kjósenda fer fram á það að þá verður að kjósa að nýju. Ég man ekki hlutfallið, kannski einhver sem man það sem commenterar á þessa færslu?

Og þá verða þessa kosningar að snúast um peningamálastefnuna, um ESB og verðtrygginguna!

Uppreisn eins og skot!


mbl.is Safna undirskriftum vegna kröfu um kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Finn reyndar ekkert um það annað en að skv. 24. grein getur Forsetinn kallað til kosninga með því að rjúfa þing áður en kjörtímabilið er úti...

Skaz, 28.10.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Skaz

og auðvitað er þetta í stjórnarskránni sem ég er að vitna í...

Skaz, 28.10.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ekki alveg...  Það er forsætisráðherra sem hefur þingrofsréttinn, en þegar þing hefur verið rofið þá ákveður forseti kjördag.

Sigríður Jósefsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Mig minnir að það séu 3/4 atkvæðisbærra manna sem þurfa að skrifa undir

Sigríður Jósefsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:48

5 identicon

Í 24. gr stjórnarskrárinnar nr 33 frá 1944 stendur

"Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)"

Það getur enginn annar boðað til kosninga né rofið þing. (fyrir utan það þegar althingi lýsir forseta lýðveldisins vanhæfan og þjóðaratkvæðagreiðsla haldin í kjölfarið.)

Lesið bara stjórnarskránna sjálf:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html

Magnús Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:00

6 identicon

Skaz,  forsetinn hefur þetta vald aðeins á blaði ekki í raun. Ef þú lest stjórnarskránna aðeins lengra en bara það sem hentar þínum sjónarmiðum að lesa þá muntu sjá að forsetinn felur ráðherra allt sitt vald enda eru það ráðherrar sem bera ábyrgð til Alþingis og þjóðar en ekki forseti. Aðeins verður því hægt að slíta Alþingi og boða til kosninga ef allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar ákveða að draga sig í hlé, það er lýsa yfir vantrausti á sjálfa sig nú eða ef að 3/4 hlutar Alþingis lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Það eina sem forsetinn getur gert til þess að slíta Alþingi er það að neita að skrifa undir lög sem Alþingi hefur sett, en þá skal tafarlaust kalla til nýrra Alþingiskosninga, en eins og flestir Íslendingar vita þá er það vald hans ekki óumdeilt.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:38

7 identicon

Ein smá leiðrétting á sjálfum mér, inn í athugasemd mína vantaði smá bút um það að ef forsetinn neitar að skrifa undir lög sem samþykkt hafa verið af Alþingi þá skal kalla tafarlaust til þjóðaratkvæðagreiðslu og ef lögin eru felld í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu þá skal tafarlaust slíta Alþingi og kalla til kosninga.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband