Drullist til þess að gera eitthvað!
15.11.2008 | 22:50
Ég er búinn að vera veikur heima undanfarna daga og hef í raun verið í einhverju móki og ekki náð að fylgjast almennilega með því sem er búið að ganga á í þjóðfélaginu, kannski sem betur fer!
En þó skilst mér að engin stórkostleg tíðindi hafi litið dagsins ljós, nema það sama að við sem þjóð erum rúin trausti á meðal þjóða heimsins, við fáum hvergi fyrirgreiðslu neinsstaðar, umheimurinn skilur ekki afhverju ekki er búið að skipta um fólk í brúnni bæði í seðlabanka sem og fjármálaeftirliti og afhverju ekki er búið að boða til kosninga hér og síðast en ekki síst afhverju Ísland þetta 320.000 manna land telji að það geti haldið úti sínum eigin gjaldmiðli!
Stærstu tíðindi dagsins í gær voru þau að sjálfstæðisflokkurinn ákvað að skipa nefnd til þess að ákveða hvort að ESB væri málið! Jæks.....hvar eru tíðindin í því? Sjálfstæðisflokkurinn er þótt að hann telji sig annað, að koma þessu landi það langt í holuna að það verður ekki hægt lengur að moka sig upp. Við þurfum ekki á einhverri andskotans nefnd að halda um það hvort að Sjálfstæðisflokkurinn telji að ESB sé málið fyrir SIG, okkur er skítsama um Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna, VG, Framsókn eða Frjálslynda. Við viljum og þurfum að fá svör um það hvernig við ætlum að koma íslandi úr þeim stað sem við erum á í dag.
Það gerist ekki með því að halda sama liðinu við völdin, sama hvort það heitir ríkisstjórn, stjórnarandstaða, seðlabanki eða fjármálaeftirlit. Það gerist ekki með því að halda í ónýtan gjaldmiðil sem er að eyðileggja allt í þessu landi, og sú blinda að segja að krónan sé fullgildur gjaldmiðill er svo ótrúlegt að hálfa væri nóg.
Geir Hilmar Hardee segir í dag í viðtali við mbl.is að sjálfstæðisflokkurinn sé ekki hræddur við kosningar! Ok frábært. Rjúfðu þá þing og boðaðu til nýrra kosninga sem fyrst.
Ingibjörg Sólrún er komin til baka eftir veikindi, frábært, vertu velkomin. En drullastu þá til þess að fylgja stefnu flokksins þíns eftir. Við viljum í ESB núna og ekkert kjaftæði. Við viljum seðlabankastjóra burt og bankaráð seðlabankans. Og við viljum kosningar. Hafðu engar áhyggjur því samfylkingin kæmi sterkt út úr þeim.
Það er sorglegt að eini maðurinn sem hafi sagt af sér er Bjarni Harðarson, og það fyrir að hafa ekki kunnað að senda e-mail. Reyndar var e-mailið stunga í bakið á samherja, en e-mailið var samt sannleikur! Fleiri mættu taka það sér til fyrirmyndar þá ákvörðun Bjarna að segja af sér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.