Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Gúa Dögg Matthíasdóttir

Vil þakka þær kveðjur og hamingjuóskir sem við höfum fengið í sambandi við nafn dóttur okkar. Ég mun á næstu dögum skrifa um skírnina og setja inn myndir frá henni.

Veit ég vel að Gúa er kannski ekki þetta típýska nafn enda er það þannig að dóttir okkar er sú eina sem heitir það réttilega í dag, þ.e. að hún er sú fyrsta sem er skírð þessu nafni og þykir mér og okkur vænt um þá staðreynd. Það tekur tíma að venjast því, ég hafði til að mynda aldrei heyrt þetta nafn áður en ég og Beta byrjuðum saman en mamma hennar er kölluð Gúa, en í dag finnst mér það gullfallegt og síðan þegar Dögg bætist við að þá verður það enn fallegra.

 Annars er bara allt gott að frétta af litlu fjölskyldunni minni, þegar ég fór til vinnu í morgun lá dóttir mín við hlið mömmu sinnar, skælbrosandi og ánægð með lífið......

það er með því fallegasta sem ég hef séð......eins væmið og það hljómar.


Beta bloggar!!!

Merkileg tíðindi gerðust á lækjargötunni í dag.......Beta er byrjuð að blogga, tékkið á henni á http://superbeta.blog.is einnig er hún efst á lista yfir mína bloggvini. Vildi bara láta ykkur vita

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband