Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Afi Betu á afmæli í dag.
24.10.2007 | 10:58
Gummi afi hennar Betu er sjötugur í dag...innilega til hamingju með afmælið.
Beta ( http://www.superbeta.blog.is ) skrifar fallega kveðju á bloggið sitt til hans...virkilega flott.
En ég vil fyrst ég er að blogga, benda öllum á síðustu færslu sem ég gerði....stend enn við hana:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallega konan mín
15.10.2007 | 15:40
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skoðið þetta
15.10.2007 | 13:38
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaupæði Matta & Betu
13.10.2007 | 14:30
Síðustu dagar hjá litlu fjölskyldunni eru svo sannarlega búnir að vera viðburðarríkir:)
Ég og Beta erum búin að vera að velta því fyrir okkur núna í c.a. 2 mánuði ( aðalega ég þó ) hvort að við ættum að skipta um bíl, þar sem við værum komin með barn og allt sem því fylgir. Það hefur verið nokkuð sem hefur stoppað okkur m.a. að finna bíl sem gæti hentað okkur og það á réttu verði og fleira í þeim dúr.
Jæja á miðvikudaginn að þá tókum við ákvörðun í einu máli sem ég ætla ekkert að tala um hér, en við það að þá fórum við í B & L og ákváðum að athuga hvort að þeir ættu bíl fyrir okkur. Fórum þangað því að ég hef átt 4 renault bíla og bíllinn sem við áttum var Renault og mestu líkurnar á að B & L myndi taka hann uppí á góðu verði, + það að ég kann vel við B & L, góð þjónusta og almennilegir sölumenn ( ætlast til að fá props fyrir þessa auglýsingu )
Semsagt við fórum í B & L um 4 leytið á miðvikudeginum. Fórum í notaða bíla, hittum þar sölumann sem við sögðum frá okkar bíl, hvernig bíl við værum að leyta að og hann fór í tölvuna, sá bíl, nefndi verð fyrir þann bíl og hvað þeir myndu taka okkar uppí á, prufuðum bílinn....líkuðum vel við hann.....þeir tóku okkar í söluskoðun, við fórum heim á hinum....fórum aftur uppí B & L á fimmtideginum í kringum hádegið og skrifuðum undir:) Semsagt kominn á nýjan station bíl, nánar tiltekið svartan Renult Megane Sport Tourer árg 2006. Erum virkilega happý með þennan bíl.
Og ekki nóg með það að við hefðum keypt bíl að þá í gær fórum við og keyptum okkur myndavél sem okkur báðum er búið að langa rosalega lengi í, svakalega græju Canon EOS 400d. Nú verður sko tekið myndir á fullu:)
Erum hætt með stöð 2.....drasl sjónvarpsstöð með lélega þjónustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er brjálaður!!!
11.10.2007 | 17:11
Ég er ánægður með það að Dagur skuli vera orðinn borgarstjóri, það er enginn vafi á því. En að samfylkingin skuli voga sér að fara í meirihlutasamstarf við einn mest spilltasta mann í íslenskri pólitík í dag eru algjörlega forkastanleg vinnubrögð!
Ég veit ekki betur heldur en að í kringum sveitastjórnarkosningarnar í fyrra hafi verið talað allt kapp skuli lagt á það að komast í borgarstjórn og að gera það að verkum að Bingi ( framsókn ) yrði valdalaus. Og síðan þegar það kom í ljós að Bingi hefði fengið 5 - 6 % atkvæða ég endurtek 5 - 6 % atkvæða, var hamrað á því að það sé skandall að þessi maður ( Bingi ) væri kominn að kjötkötlunum og skarandi eld að eigin köku, kominn í valdmestu stöðu borgarinnar á atkvæðum örfárra.
Ég lýsi yfir megnustu óánægju með þessa niðurstöðu!
Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sagði þetta fyrir löngu
10.10.2007 | 14:56
Ég sagði þetta við vini og kunningja í sumar, að ef FH myndi ekki vinna titillinn að þá myndi Óli hætta. Spurning hvort að KR fái að njóta krafta hans?
Ólafur hættur að þjálfa FH - Heimir tekur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mr T er snillingur..komdu vel fram við mömmu þína
9.10.2007 | 14:24
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tapaði!
7.10.2007 | 16:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvern kýst þú, Kamilla bloggar um kosningabaráttuna
5.10.2007 | 16:13
Mótframbjóðandi minn í varaformannsembætti UJ bloggar um kosningabaráttuna sem stendur sem hæst þessa dagana. Hún talar um að henni hafi verið boðið á snyrtistofu til að flíkka uppá augbrúnirnar og hún kyssi ungabörn og hjálpi eldra fólki sem mest hún megi þessa dagana. Ég því miður er búinn að vera veikur og hef því ekki kysst mikið af ungabörnum nema dóttur mína og ekki hef ég hjálpað eldri konum.....en ég vonandi verð hress á morgun því að þið getið sko bókað það að ég er búinn að tana mig, flíkka uppá augnbrúnirnar, fara bæði í hand og fótsnyrtingu og kem með lítið barn og gamla konu með mér á þingið...allt fyrir atkvæðin.
Annars verður kosið á sunnudag milli klukkan 15:15 og 15:45. Hvern ætlar þú að kjósa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er karlmaður..viltu kjósa mig sem varformann UJ?
3.10.2007 | 12:59
Eins og fram hefur komið hér á blogginu mínu að þá hef ég ákveðið að bjóða mig fram til varaformanns ungra jafnaðarmanna en kjör hans fer fram um næstu helgi á landsþingi UJ.
Það er svo að það er önnur manneskja búin að bjóða sig fram og heitir hún Eva Kamilla. Ég þekki hana ekki neitt en veit ég þó það að hún er í framkvæmdarstjórn UJ sem og samfylkingarinnar og hefur verið í innsta hrings UJ undanfarin ár. Það eitt og sér er nóg til þess að gefa henni fullt af atkvæðum til þess að verða varaformaður og veit ég að hún mun alveg örgglega gera flotta hluti fyrir UJ.
Ég veit að hinn almenni félagmaður myndi undir eðlilegum kringumstæðum kjósa Kamillu en sérstaklega í ljósi þess að ég hef ekki beint verið á fullu sem innan UJ en ég stefni að því að verða það hvort sem ég fæ kosningu eða ekki. En ég tel að ég geti unnið vel sem varformaður UJ og ég vil vinna að því að fá fleiri til liðs við málsstaðinn. Ég er á þeirri skoðun að flest allir þeir sem eru hluti af minni kynslóð, að þeir séu jafnaðarmenn í brjósti sínu. Þeir fengu nóg af stjórnarfari síðustu ríkistjórnar og því er þegar ný stjórn er komin til valda að þá er tíminn til þess að vekja athygli á UJ og vinna hug og hjörtu þeirra.
Síðan er það skemmtileg staðreynd að Anna Pála er sjálfkjörin formaður UJ og því er það lógíst að það verði karlmaður sem verði varaformaður....eða er það ekki það sem jafnréttissinnar vilja:)
( vonandi skynjiði kaldhæðnina).....?
Ef þið viljið vita meira að þá spurjiði og ég mun reyna að svara eftir bestu getu. Annars bið ég um þinn stuðning á landsþingi UJ um næstu helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)