Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Big surprise
6.2.2007 | 12:56
Blair staðfestir að Brown verði eftirmaður hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sónar.....er í skýjunum
6.2.2007 | 12:47
Við vorum núna rétt í þessu að koma úr sónar á kvennadeild landspítalans og mikið rosalega er það hrikalega æðislega brillijantlega geggjað!!!!!!
Og þessi tækni maður....það er sett bara e-d gel á bumbuna hennar Betu ( já það er komin bumba ) og síðan er bara eitthvað svona tæki sem bara sýnir manni fóstrið inní leginu.....bara rugl sko
En allavegna að þá sáum við rosa flott barn sem er að myndast þarna, hreyfandi lappirnar óg læti....sáum síðan að það var eins og það setti þumalinn í munninn ( veit að það er ekki þannig en samt ) og litla hjartað slá á fullu.....ég er bara í skýjunum og finnst þetta stórkostleg upplifun.
Svoldið fyndið í ljósi þess, að þegar það var nú komið í ljós að Beta væri ólétt að þá talaði ég um það að við yrðum sko ekki þannig að við værum sýnandi öllum sónarmyndirnar og svona......Síðan í dag að á fengum við auðvitað myndir af litla krílinu og það fyrsta sem ég geri þegar ég kem í vinnuna er að sýna samstarfsfólki mínu myndina
Þannig að ef þið hittið mig á förnum vegi eru allt eins líkur á að ég vippi fram eins og einni sónarmynd og smelli henni framan í ykkur og segi "sjáiði litlu lappirnar" og "sjáði hvað það er sætt" og svo framvegis.....
En þar sem þetta er okkar fyrsta barn að þá verði þið bara að þola það..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skil ekki eitt
6.2.2007 | 12:29
Reyndar er það margt sem ég skil ekki, en hvað er pontið með þessum aðgerðum? Hvað er það sem fær fólk til þess að útbúa sprengjur og senda í pósti???
Reyndar komum við þá að því, hvers vegna er verið að búa til sprengjur yfir höfuð!!!
Önnur bréfasprengja sprakk á Englandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
And all you need is love.........
5.2.2007 | 15:51
Mikið er nú rosalega gott að þetta sé búið að ganga í gegn......nú get ég farið að lifa lífinu eðlilega
Samkomulag um notkun á vörumerkinu Apple | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ammælishelgin, humasúpa og meira til
5.2.2007 | 15:46
Fimmtudaginn síðastliðinn ( 1 feb ) varð ég 27 ára gamall. Átti góðan en þó stressandi afmælisdag og mikið gekk á hjá mér í vinnunni, mikið að gera en umfram allt var skemmtilegt eins og oftast.
Eftir að ég var búinn að vinna um níu leytið skellti ég mér heim, en þar beið mín heittelskaða og ólétta kærasta með pakka og mat frá nings. Fékk ég snoðunargræju og monopoly spil ( simpsons version ) í afmælisgjöf. Eftir að við vorum búin að borða okkur södd fórum við að gera okkur klár í ferðalagið okkar.
Leið okkar lá til Svignaskarðs ( rétt hjá Borganesi ) en þar vorum við búin að festa okkur bústað yfir helgina, aðstæður höguðu því þannig að við vorum ekki kominn þangað fyrr en um 12 leytið ( miðnætti ) og vorum heppin að fá lyklana hjá umsjónarmanni.
Restin af kvöldinu fór í að chilla áður en lagst var til hvílu. Á föstudeginum vöknuðum við seint og mikið var það gott að sofa út....eigum ekki von á því að það verði mikið um það í nánustu framtíð. Síðan var tekið til við það að undirbúa fyrir kvöldið en þá áttum við von á gestum í mat ( heilum 16 manns sem ætluðu að kíkja á okkur ) Þegar var farið að skoða, mátti sjá að lítið var um borðbúnað og búnað til matreiðslu og því þurftum við að fara á skagann og fá lánað ýmis tæki og tól hjá móður minni, einnig fengum við bók lánaða hjá mágkonunni og síðan uppskrift að eftirrétt hjá kokkinum.
Ætlunin var að hafa þriggja rétta kvöldverð, byrja á humarsúpu og síðan kjúllarétt í aðalr. og síðan eftirrétt. Keypt var í matinn og komið í bústaðinn og byrjað að undirbúa og elda. Í stuttu máli sagt, að þá var humarsúpan eitt það versta sem ég hef á ævi minni smakkað, ég satt best að segja skil ekki alveg hvernig ég fór að því að klikka á henni, þar sem að ég fylgdi uppskriftinni í einu og öllu
En kjúllarétturinn tókst vel ( súpan nota bene var ekki í boði fyrir gestina, henni var hent áður en þeir komu ) og eftirrétturinn sló í gegn. Fékk ég nokkrar og fallegar gjafir og er ég rosa þakklátur fyrir þær. Þó var ég mest glaður með að sjá allann þann fjölda sem kom og eyddi þessari kvöldstund með okkur.
Eftir að gestirnir voru farnir að þá fórum við í pottinn og síðan í háttinn, eyddum við restinni haf helginni í kósýheitum par exelans.......bíltúrar...góður matur....nokkar ferðir í heitan pott....og ástin mín......gæti ekki verið betra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ungar breskar stúlkur tryllast
1.2.2007 | 14:42
Miðað við vinsældir Daniels í hlutverki Harry´s að þá er nokkuð ljóst að ungar dömur muni tryllast og flykkjast á þessa sýningu........
Radcliffe fer úr hverri spjör í leikritinu Equus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég á afmæli í dag!!!!
1.2.2007 | 09:33
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)