Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Sko mína menn

Þetta er er frábært hjá mínu fólki og er í samræmi við stefnu samfylkingarinnar í þessum málum, s.b.r. fríar námsbækur fyrir framhaldskólanema
mbl.is Samfylkingin boðar fjárfestingarátak í menntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karl V. Matthíasson

 Laugardaginn 12. mai næstkomandi gefst íbúum í Norðvesturkjördæmi einstakt tækifæri. Íbúum þessa kjördæmis gefst kostur á því að gefa einstökum manni atkvæði sitt í einum  þeim mikilvægustu alþingiskosningum sem farið hafa fram á Íslandi.

Sá maður heitir Karl V. Matthíasson og er hann í öðru sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Með því að leggja þitt af mörkum og gefa Samfylkingunni þitt atkvæði ertu að gera tvennt, annarsvegar ertu að leggja þitt af mörkum til þess að sjá núverandi ríkisstjórn ójöfnuðar og misskiptingar lagða niður og hins vegar ertu að tryggja það að Karl V. Matthíasson komist inn á þing þar sem hann á heima.

Með Karl V. Matthíasson á þingi eru íslendingar kominn með mann sem svo sannarlega veit um hvað hann er að tala þegar t.d. umræður um áfengis og vímuefnavandann koma fram eða þegar umræður um fangelsismál koma fram, en Karl hefur í starfi sínu sem prestur starfað mikið að málefnum þeirra sem hafa þurft að glíma við áfengis eða vímuefnavanda og einnig að þeim sem hafa misstigið sig og hafa þurft að dvelja í fangelsum í styttri eða lengri tíma. Til dæmis hefur Karl staðið fyrir æðruleysismessum í Dómkirkjunni sem hafa verið einstaklega vel sóttar.

Karl V. Matthíasson er öflugur talsmaður þeirra sem minna mega sín, þeirra sem hafa ekki alltaf fetað rétta braut í lífinu. Hann veit um hvað hann er að tala þegar umræðan beinist að lausnum fyrir þetta fólk, lausnir sem fela í sér aðgerðir en ekki skipanir á nefndum eða áætlunum eins og núverandi ríkistjórn hefur staðið fyrir.  Fangelsin á Íslandi eru yfirfull og geta ekki tekið á móti þeim sem því miður þurfa að nýta sér þjónustu þeirra. Fangaverðir á Íslandi eru búnir að segja upp störfum vegna lélegra launa. Og það er fyrst núna 15 minutum fyrir kosningar sem eitthvað á að gera í þessum málum. Það kalla ég kosningaskrum.

Íbúi góður í Norðvesturkjördæmi. Ég skora á þig að leggja þitt af mörkum á næstkomandi laugardag og setja þitt atkvæði við bókstaf Samfylkingarinnar sem er S á kjörseðlinum, ég skora á þig að leggja þitt að mörkum við að fella þessa ríkisstjórn og síðast en ekki síst skora ég á þig að tryggja það að Karl V. Matthíasson komist á þing með því að gefa honum þitt atkvæði. Hann er vel þess virði http://www.kallimatt.blog.is


Mr. Skallagrímsson í landnámssetrinu í Bonganesi ( eins og skagamenn kalla það )

Þessu færsla er úr einkalífinu.

Ég og Beta áttum svo sannarlega góða helgi saman, fórum á skagann tvisvar, borðuðum góðan mat, ferðuðumst aðeins og enduðum síðan helgina á trompi í gær með því að verða soldið þjóðleg.

En við semsagt vöknuðum ( eða ég réttara sagt ) klukkan hálf tíu í gær og fór að vinna í smá tíma, fór síðan heim um hádegisbilið en þar var konan var nývöknuðTounge  Fórum síðan til tengdó í mat, fengum reyktan kjúlla og var það virkilega gott. Þegar við vorum búin þar að þá ákváðum við að fara í þjóðmenningasafnið sem ég hafði aldrei áður farið í. Verð ég að segja að þetta safn er ótrúlega flott og endurbyggingin tókst gríðarvel, og ekki var dýrt þangað inn. 1200 kall fyrir okkur 2.

 Þegar við vorum búin að skoða allt þar að þá fórum við af stað úr bænum og heimsóttum ömmu & afa Betu sem búa á Hvanneyri. Það var gott og þægilegt að koma þangað, fengum þetta fínasta kaffi og áttum gott spjall.

Fórum síðan í Borganes þar sem við áttum miða á sýninguna Mr. Skallagrímsson sem sýnd er í Landnámssetrinu sem er rosalega flott hús og virkilega skemmtilegt þar sem þar fer fram. Það þarf sko ekkert álver til að gera hlutina ( ok smá pólitík )

 Við byrjuðum á því að fara á sýninguna Egilssaga Skallagrímssonar sem er sýning sem er í kjallara landnámssetrisins, en þar er farið í gegnum söguna, þú labbar um kjallarann með i-pod tæki þar sem er hljóðleiðsögn og þú ferð á milli stöðva og heyrir þar af afrekum Egils......Mæli með þessu.

Eftir þetta fórum við á leiksýninguna sem við vorum komin til að sjá, en við vorum það heppin að fá miða sökum þess að einhver hópur hætti við og ég heyrði auglýsingu á föstudaginn í útvarpinu og hringdi og fékk miða. Það var stútuppselt en þannig hefur það víst verið þetta ár sem sýningin hefur verið í gangi.

Benedikt Erlingsson fer með aðalhlutverkið í þessari sýningu, en hann er sögumaður og interaktar hann mikið við áhorfendur. Hann fer ekki í nein gerfi, .þ.e.a.s. að hann notar ekki props eða grímur eða eitthvað svoleiðis, heldur notar hann hljóð eins og t.d. þegar fólk blæs hári frá andliti og þá hreyfingar með ( vona að þetta skiljist ) Einnig er hann ekki í búningum. Hann er bara sögumaður.

Og mikið rosalega gerir hann þetta skemmtilega, hann nær að halda athyglinni hjá manni algjörlega. Benni er magnaður sögumaður, talar hratt þegar spennan nær hámarki og dregur úr hraðanum þegar þar á við. Það voru börn á þessari sýningu í gær og interaktaði hann mikið við þau og ég gat ekki séð að þeim leiddist. Einnig virtist vera að honum væri alveg sama þótt áhorfendur tjáðu sig eitthvað við hann á meðan hann var að segja frá. Að því leytinu til er þetta ekki hefðbundin leiksýning í þeim skilningi, heldur er þetta eins og maður gæti ýmindað sér að sögustund í baðstofunum var í gamla daga.

 5 stjörnur af 5 mögulegum.


Sama dótið 4 ár í viðbót?

Nei takk.....ekki fyrir mig allavegana

Betur má ef duga skal......JFM, MS & ÓR hvað eru þið að spá?

Ok Samfylkingin er orðin stærri en VG samkv skoðanarkönnunum og er það vel, en einnig samkv skoðannakönnunni er ríkistjórnin ekki fallinn og er það slæmt. En við erum greinilega á réttri leið og nú er um að gera að spýta í lófanna. Össur og Ingibjörg hafa verið fyrir okkar hönd í umræðuþáttum síðustu daga og komið virkilega virkilega vel út. Sem dæmi má nefna tilsvar Össurar í kosningaþætti stöðvar 2 um stöðugar árásir á ÓRG frá sjálfstæðismönnum allt þetta kjörtímabil og benti á að eina stóra málið sem komið hafi fram á landsfundi sjallanna að afnema ætti málsskotsrétt forseta!!! Hvaða bull er það.

 Síðan verð ég barasta að nefna íslandshreyfinguna, hvað er þetta blessaða fólk að spá sem er í forsvari fyrir þetta framboð, sjáiði virkilega ekki að þið eruð ekki að ná eyrum fólks og það eina sem þið eruð að gera að að leggja ykkar af mörkum til að þessi ríkisstjórn ójöfnuðar og biðlista haldi áfram......rankið við ykkur og hættið þessari vitleysu áður en skaðinn er skeður.


mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var

Ég skrifaði 2004 grein um þetta mál á þáverandi blogginu mínu og sendi til allra alþingismanna. Össur Skarphéðinsson var sá eini sem svaraði mér og í framhaldinu hitti ég þá sem voru á þeim tíma fyrir hönd samfylkingarinnar í menntammálanefnd. Loksins er búið að koma því í gegn að námsmenn erlendis eigi rétt á láni fyrir grunnháskólanámi....mikið var.

Ég heyrði í Jóel og Hrund áðan en þau eru stödd í London að læra í Rose Bruford, en það er skólinn sem ég byrjaði í síðastliðið haust. Ég og Jóel ætluðum að fara að búa saman en þegar það kom upp að ég ákvað að fara heim að þá kom Hrund sem er ofan af skaga einnig, í minn stað. Anywho ég semsagt sagði þeim þessar fréttir og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna, enda breytir þetta rosalega miklu fyrir íslenska námsmenn erlendis. Ég veit t.d. að þau bæði eru búin að vera á yfirdráttarlánum frá bönkunum hér....spáið í því. En einnig að þá mun þetta auðvelda okkur það að fara út á næsta ári í nám ef það fer þannig að ég komist ekki inn hér heima.......

En það er annað mál.....en ég segi bara til hamingju íslenskir námsmenn, til hamingju.


mbl.is Dregið úr tekjutengingu námslána hjá LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásta Möller og hinir sjallarnir

Sá Ástu Möller í fréttum stöðvar 2 í gær. Ef þetta er ekki ein sú mesta kjánahrollsupplifun sem ég hef fengið yfir fréttum í langan tíma, þá veit ég ekki hvað. Reyndar þegar ég hugsa um það að þá eru það tæknileg mistök Árna Johnsen sem sköpuðu þessa tilfinningu síðast.....Merkilegt hvað sjallarnir eru duglegir við það.

 En greyið hún Ásta, hún kom fram eins og hún hefði verið rasskellt af Geir H. Hardee fyrir fyrri ummæli sín um ÓRG, fréttakonan var góð, leyfði henni ekki að eiga neitt hjá sér.

 Nenni ekki að blogga um Helga Seljan eða Jónínu Bjartmarz......annað en það að framsókn þarf enga óvini, virðast vera á góðri leið með að fremja pólitískt harakiri og græt ég það ekki.

 En það eru 12 dagar eftir fram að kosningum og veit ég að það eru bjartir dagar framundan..og mun ég reyna að leggja mig fram eftir fremsta megni til þess að tryggja stöðuga og sterka vinstri stjórn.....það er kominn tími til að hlakka til vinstri stjórnar.

 Ps: meðan ég man......Áfram Liverpool


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband