Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Var á leiknum og bæði lið mega skammast sín
5.7.2007 | 10:41
Ok ég er stuðningsmaður ÍA og stoltur af því að öllu jöfnu en....
Markið sem Bjarni skoraði í gærkvöldi var LÖGLEGT en SIÐLAUST að mínu mati og það er rétt sem sagt er að það lítur út fyrir það að hann sé að reyna að skora. En hins vegar er það svo að við önnur svona tilfelli hefur Bjarni gefið boltan til baka á liðið í stað þess að skjóta og heiðarleiki hefur einkennt leik hans og það sást á viðbrögðum hans í gær eftir markið að honum brá að boltinn færi inn. Ómar markvörður Kef var líka illa staðsettur.
Skagamenn hefðu átt að gefa Kef mark því er ég sammála en framkoma Keflvíkinganna í framhaldinu var þeim og íþróttinni til skammar!! Þeir hlaupa á Andra Júl og gefa honum olnbogaskot í andlitið, reyna að "jarða" Bjarna ( það sama og gert var við leikmann Kef í Eyjum og Kef urðuð brjáluð yfir ) og elta síðan Bjarna eftir leikinn inn í vallarhús og hrauna yfir hann eftir að hafa hótað honum lífláti ofl inni á vellinum.
Svona haga "atvinnumenn" í knattspyrnu ekki.
Nota Bene að þá er ég ekki að afsaka Skagamenn en mér finnst að Kef megi líka aðeins horfa í eigin barm.
Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Guðni Már Harðarsson með góðan punkt
3.7.2007 | 11:24
Ég var að skoða bloggið hjá kunningja mínum og stuðningsmanni ÍA honum Guðna Má Harðarssyni um íslenska landsliðið í knattspyrnu...og þvílík snilld, mæli með því að þið lesið þetta:
http://gudnimar.annall.is/2007-06-04/ertu-haettur-ad-finna-lykt-einstein/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veikur heima en athyglisgáfan í lagi, Fréttastofa stöðvar 2
2.7.2007 | 19:13
Er búinn að vera veikur heima sem er mjög súrt og leiðinlegt, sérstaklega í ljósi þess hve gott veður er búið að vera úti í dag. Ég og betri helmingurinn fórum í útilegu um helgina, fórum á Arnastapa sem er á snæfellsnesinu og fengum þetta líka frábæra veður og var þetta algjörlega geggjað. Vorum búin að kaupa dýnu sem gerði það að verkum að við fundum ekki neitt fyrir því að við lægjum á vinddýnu sem er magnað, sérstaklega í ljósi þess að Beta er komin rúma 7 mánuði á leið. Mæli með því að fólk fari á snæfellsnesið og skoði sig um þar, magnað svæði.
Annars var ég að horfa á fréttirnar á Stöð 2 áðan ( sem bloggararnir segja að muni verða lögð niður á næstu dögum ) og ég held að í fyrsta skiptið í sögu fréttastofu stöðvar 2 hafi aðeins verið einn fréttaþulur ( anchorman ) ( Sigmundur Ernir ). Ætli það þýði eitthvað um framtíð fréttastofurnar?.
Leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt hjá mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)