Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Breytingar + eineltishugsanir

Ákvað eftir að hafa haft sama lookið á þessari síðu frá opnun fyrir tveim árum síðan, að breyta til. Það var annað hvort það að breyta lookinu eða hætta alveg að blogga.

Ég tók s.s. þá ákvörðun að halda áfram að blogga og ætla að reyna að vera virkari núna en síðustu mánuði.

Það er ýmislegt að gerjast í hausnum á mér þessa daga. Eftir viðtalið sem tekið var við mig í blaði Regnbogabarna ( en hægt er að lesa viðtalið hér á þessari síðu ) að þá er ég búinn að vera með það í hausnum á mér að setja sögu mína niður á blað, .þ.e.a.s. bók. Er að skoða það þessa dagana m.a.


Er Ólafur að grínast?

Vill þessi maður ekki vera tekinn alvarlega sem þjálfari íslenska landsliðsins? Að velja Stefán Þ. Þórðarsson í landsliðið eftir frammistöðu hans með ÍA í sumar, sem er bæ ðe vei liðið sem ég held með.

Stefán hefur ekki getað rassgat í allt sumar, ekki frekar en skagaliðið allt. Það eina sem hann hefur lagt að mörkum er kjaftbrúk við dómara og leikmenn og leikaraskap. Ég er yfir mig hneikslaður á þessu vali, ég er hissa á því að Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflvíkinga og markahæsti maður íslandsmótsins og eða Björgúlfur Takefusa voru ekki valdnir í stað Stefáns.

En er ánægður með að Hemmi verði fyrirliði, bara gott mál.

Nú er að bíða og sjá hvað gerist.


mbl.is Heiðar Helguson í landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barack Obama, næsti forseti USA. American Prayer

Þeir sem standa að framboði Barack Obama mega eiga það að þeir eru duglegir við að fá tónlistarfólk til liðs við sig. Geggjað lag! 


Andlitsbók,tónlist,leikskólaleikur...allir saman nú, í leikskóla er gaman

Það mætti halda að þessir svokölluðu þjónar almennings, kjörnir fulltrúar sjálfstæðisflokks séu komnir aftur á leikskólana. Miðað við framgöngu þeirra í málefnum borgarinnar.

Mér blöskraði þessi vinnubrögð og bjó til grúppu á andlitsbókinni á mánud. Í dag ery rúmlega 350 manns skráðir í grúppuna. Hvet alla til að skrá sig í hana, en hún heitir " Ég styð ekki nýjan meirihluta í Reykjavík"

http://www.new.facebook.com/group.php?gid=22723272730


mbl.is Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að halda áfram að vinna....bara flott

Innilega til hamingju með vinningin. Mikið rosalega finnst mér þau hafa flott viðhorf til þessa vinnings. Ætla að vinna áfram og hjálpa vinum og fjölskyldu...flott mál.


mbl.is Milljónamæringar í Fellunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband