Breytingar + eineltishugsanir
29.8.2008 | 22:11
Ákvað eftir að hafa haft sama lookið á þessari síðu frá opnun fyrir tveim árum síðan, að breyta til. Það var annað hvort það að breyta lookinu eða hætta alveg að blogga.
Ég tók s.s. þá ákvörðun að halda áfram að blogga og ætla að reyna að vera virkari núna en síðustu mánuði.
Það er ýmislegt að gerjast í hausnum á mér þessa daga. Eftir viðtalið sem tekið var við mig í blaði Regnbogabarna ( en hægt er að lesa viðtalið hér á þessari síðu ) að þá er ég búinn að vera með það í hausnum á mér að setja sögu mína niður á blað, .þ.e.a.s. bók. Er að skoða það þessa dagana m.a.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er Ólafur að grínast?
28.8.2008 | 13:15
Vill þessi maður ekki vera tekinn alvarlega sem þjálfari íslenska landsliðsins? Að velja Stefán Þ. Þórðarsson í landsliðið eftir frammistöðu hans með ÍA í sumar, sem er bæ ðe vei liðið sem ég held með.
Stefán hefur ekki getað rassgat í allt sumar, ekki frekar en skagaliðið allt. Það eina sem hann hefur lagt að mörkum er kjaftbrúk við dómara og leikmenn og leikaraskap. Ég er yfir mig hneikslaður á þessu vali, ég er hissa á því að Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflvíkinga og markahæsti maður íslandsmótsins og eða Björgúlfur Takefusa voru ekki valdnir í stað Stefáns.
En er ánægður með að Hemmi verði fyrirliði, bara gott mál.
Nú er að bíða og sjá hvað gerist.
Heiðar Helguson í landsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Barack Obama, næsti forseti USA. American Prayer
25.8.2008 | 14:14
Þeir sem standa að framboði Barack Obama mega eiga það að þeir eru duglegir við að fá tónlistarfólk til liðs við sig. Geggjað lag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það mætti halda að þessir svokölluðu þjónar almennings, kjörnir fulltrúar sjálfstæðisflokks séu komnir aftur á leikskólana. Miðað við framgöngu þeirra í málefnum borgarinnar.
Mér blöskraði þessi vinnubrögð og bjó til grúppu á andlitsbókinni á mánud. Í dag ery rúmlega 350 manns skráðir í grúppuna. Hvet alla til að skrá sig í hana, en hún heitir " Ég styð ekki nýjan meirihluta í Reykjavík"
http://www.new.facebook.com/group.php?gid=22723272730
Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að halda áfram að vinna....bara flott
19.8.2008 | 16:22
Innilega til hamingju með vinningin. Mikið rosalega finnst mér þau hafa flott viðhorf til þessa vinnings. Ætla að vinna áfram og hjálpa vinum og fjölskyldu...flott mál.
Milljónamæringar í Fellunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ný framtíð?
28.7.2008 | 13:06
Set hér inn pistil sem skrifaði á spjallborð skagamanna í dag. Bjarni takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir ÍA, farnist þér vel á nýjum vettvangi.
Jæja
Er ekki spurning um að hætta vangaveltum um Bjarna Guðjónsson og það hver sagði hvað í þessu máli öllu saman. Það breytir ekki niðurstöðunni að Bjarni er farinn frá félaginu og kemur ekki aftur í bili.
Það er spurt í öðrum þræði hvort kaupa eigi leikmenn fyrir peninginn sem fékkst fyrir Bjarna. Ég er á þeirri skoðun að eina staðan sem þarf að styrkja er markmannstaðan, það segi ég með fullri virðingu fyrir Trausta sem stóð sig þvílíkt vel í gær, en hann er ekki nema 17 ára gamall. Páll Gísli er því miður ennþá meiddur og daninn er bara langt frá því nógu góður og á ekki skilið að vera í liðinu.
Ég myndi vilja sjá Árna Gaut í markinu og eða Stjána Finnboga, þá bara til enda þessa seasons.
Varðandi liðið að þá fannst mér vera meiri "gleði" og barátta framan af í gær, en eftir því sem eitt sterkasta lið landsins sigldi á, að þá dofnaði það.
En ég hef trú á að Tvíbbanir muni setja enn meira mark sitt á liðið nú á næstu vikum og hef enga trú á því að við munum falla, við erum betri en svo ( þrátt fyrir að taflan sýni annað )
Nú er leikur á móti FC Honka á fimmtud. Það verður gaman að sjá liðið spila í þeim leik, við höfum í raun að engu að keppa nema bara stoltinu og því á að gefa öllum þeim ungu strákum séns á að spila þennan leik. Gefa þeim reynslu og styrk í baráttunni sem framundan er.
Guðmundur Böðvar var rosalegur í gær, Björn Bergmann átti sinn besta leik tímabilsins, Trausti var flottur og síðan er Aron Ýmir á bekknum, en hann hefur komið sterkur inn þegar hann hefur fengið tækifæri. Með þessa menn og fleiri af kjúllunum erum við vel staddir.
Förum ekki KR/Val leiðina og reynum að kaupa okkur árángur. Styðjum og eflum þá menn sem eru fyrir og þá munum við sjá gullöldina byrja fyrr en sumir halda.
Áfram skagamenn í blíðu og stríðu
Valur dró tilboð til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndir úr brúðkaupinu
22.7.2008 | 13:29
Fyrsti kossinn okkar sem hjón
Finnst brosið á Braga yndislegt
Finnst þessi mynd æðisleg
Koma kannski fleiri myndir á næstu dögum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gifti maðurinn er atvinnulaus
19.7.2008 | 23:23
Jæja, við hjónakornin erum komin heim úr brúðkaupsferðinni. Við fórum semsagt til London núna á mánudaginn síðasta til þess að reyna að hlaða batteríin eftir erilsamar vikur.
Vil samt áður en lengra er haldið, að byrja á því að þakka fyrir kveðjurnar sem við höfum fengið, bæði hér sem og í sms og fleira. Og auðvitað viljum við þakka öllum þeim sem komu til þess að fagna þessum degi með okkur. Þetta var bara geggjað.
En á sunnudaginn komu Palli bró og fjölsk og Kári bró og fjölsk í heimsókn ásamt mömmu og pabba og ömmu og afa. Var virkilega gaman að fá þau öll í heimsókn og gott að fá tækifærið til þess að eyða smá stund með Kára og fjölsk, en þau búa í Færeyjum.
Síðan snemma á mánudagsmorguninn var lagt af stað til keflavíkurflugvallar og tekið flug til London með IXE. Gistum við á St. Giles hótelinu sem er rétt hjá Tottenham Court Road og því alveg miðsvæðis. Fyrstu nóttina eyddum við í svítu og í raun og veru fyrsta deginum því að við sváfum eiginlega bara allann daginn liggur við. Vorum bæði alveg búin á því, sérstaklega Beta sem hafði fengið einhvern vott af flensu.
Fyrstu dagarnir fóru semsagt bara í það að sofa og slaka á. Við röltum mikið um London og skoðuðum hverfi sem við höfum ekki verið vön að skoða, fórum götur sem eru svona litla og kósý með litlum búðum og litlum og heimilislegum matsölustöðum. Við semsagt nutum þess að vera túristar. Fórum á maddam tussau eða hvernig þetta er skrifað og það var frábært. Röltum hjá Westmineste Abbey, og skoðuðum London Eye ( að kvöldi til ) og fleira og fleira.
Síðan einn af hápuntkum ferðarinnar var ferð okkar á söngleikinn Avenue Q. Ég ætla kannski ekki að fara nánar útí þá sýningu annað en það að við bæði mælum sterklega með henni. Hún er ÆÐISLEGA FRÁBÆR.
En að öðru......
Ég er atvinnulaus og er því að leyta mér að vinnu.....ef einhver veit um eitthvað handa mér, má hinn sá sami senda mér línu á mailið mitt....mmatthiasson@hotmail.com sem er líka msn-ið mitt. Er til í að skoða flest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hamingjusamasti maður í heimi...gifti mig í gær!
13.7.2008 | 21:35
Dagurinn í gær var einn sá allra besti sem ég hef upplifað, en í gær gengum við Beta að eiga hvort annað. Eftir langan og strangan undirbúning var stóri dagurinn loks upprunninn. Við áttum æðislega stund í þingeyrarkirkju í gær, þar sem að Sr. Sigurður Grétar gaf okkur saman, Hallgrímur Ólafsson stórfrændi minn spilaði í kirkjunni sem og Steinn litli bróðir Betu og Keli stjúpi hennar spiluðu inn og útgöngumarsinn.
Veislan var síðan haldin í skíðaskálanum í Hveradölum og var hún miklu meira en æðisleg, maturinn frábær og þjónustan æðisleg. Fullt af fólki kom og gladdist með okkur og var það okkur mikils virði. Fullt af fólki flutti frábærar og æðislegar ræður sem okkur þótti rosa vlnt um
Bandið Hitakútur spilaði síðan fyrir dansi og er það mál fólks að betri ballhljómsveit hefði fólk ekki upplifað fyrr......
Síðan er það bara London á morgun.....
kv
Matti....í 10unda himni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Innilega til hamingju
25.6.2008 | 10:38
Ég þekki Guðna Má ekki af neinu nema góðu einu. Kópavogsbúar eru heppnir að hafa fengið hann í sína þjónustu.
Til hamingju Guðni:=)
Guðni Már Harðarson valinn í Lindaprestakalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)