Mín samúð liggur hjá staffinu.
30.10.2008 | 13:55
Ég er auðvitað ekki hlutlaus þar sem konan mín er að vinna þarna, en mín samúð liggur hjá fólkinu sem er að vinna á Skjá einum. Þau eru búin að vera að gera góða hluti undanfarin ár og hefur skjárinn verið með marga flotta og góða þætti sem ég persónulega horfi mikið á.
En því miður búum við í landi þar sem ein sjónvarpsstöð hefur forskot fram yfir aðrar. Því að RÚV fær böns af monný frá ríkinu til þess að halda sér gangandi og spreðar og spreðar en eins og það sé ekki nóg að þá eru þeir líka að kroppa af tekjum hinna stöðvanna með því að vera á auglýsingamarkaði.....hvar er sanngirnin í því?
Og þess vegna endar það með því að konan mín og fleiri missa vinnuna!
Síðan fyrir utan auðvitað það að vegna stöðu krónunar að þá kostar allt efni skjásins miklu mun meira en ella.
ÍSLAND Í ESB, TÖKUM UPP EVRU OG AFNEMUM VERÐTRYGGINGUNA
Ps: Mun hafa undirskriftina hér fyrir ofan, þangað til að allt það sem ég nefni er komið í gegn!
Skjárinn segir öllum upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verum gerendur ekki fylgjendur
28.10.2008 | 14:40
Mikið var!
Nú verða bara allir kosningabærir menn að skrifa undir og krefjast nýrra kosninga. Ef ákveðið hlutfall kjósenda fer fram á það að þá verður að kjósa að nýju. Ég man ekki hlutfallið, kannski einhver sem man það sem commenterar á þessa færslu?
Og þá verða þessa kosningar að snúast um peningamálastefnuna, um ESB og verðtrygginguna!
Uppreisn eins og skot!
Safna undirskriftum vegna kröfu um kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eina manneskjan með viti!
28.10.2008 | 08:10
Það virðist vera sem svo að Þorgerður Katrín sé eina manneskjan með viti í forystu sjallanna.
Ég held að þetta sé í eina skiptið sem ég segi "jess" upphátt er ég les eitthvað sem forystumenn sjallanna hafa sagt.
En fyrir utan það að það ÞURFI að sækja um aðild að ESB og taka upp EVRU að þá er það bráðnauðsynlegt að verðtrygging af íbúðalánum verði afnumin.
Annars enda ég gjaldþrota á næsta ári.
Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Smá fréttir og uppdeit af okkur.
19.10.2008 | 19:23
Jæja.
Ég hef ekki undir neinum kringumstæðum nennt að blogga síðustu vikur. Ekki það að kreppan sé eitthvað sérstaklega að fara með mig eða mína fjölskyldu. En það hefur bara ekkert annað komist að í fjölmiðlum og umræðum þannig að ég hef bara haldið mig til hlés.
En af okkur er barasta allt gott að frétta. Við hjónakornin erum búin að ná að eiga góða daga saman síðustu tvær vikur eða svo. En Beta er búin að vera vinna tvöfalda vinnu frá því í ágúst, vegna þess að hún fékk það frábæra tækifæri að klippa kvikmynd og því vildum við gera allt til að það gengi upp. En ég er búinn s.s. að skipta um vinnu og er því að vinna í viku og á því frí í viku. Þá viku sem ég er að vinna erum við það heppin að eiga Diljá systur hana Betu að, því að hún hefur gjörsamlega bjargað okkur á meðan þessu verkefni stóð, en hún bjó hjá okkur þá vikuna og passaði Gúu Dögg.
En nú er s.s. búið að vera smá pása í þessu verkefni hennar og því höfum við náð góðum tíma saman fjölskyldan.
En konan mín er greinilega fær í því sem hún er að gera, því að í kjölfarið á þessu er búið að biðja hana að klippa heimildarmynd. Það er reyndar á allt öðrum forsendum heldur en hitt verkefnið og því mun auðveldara að samræma fjölskyldulífið og vinnuna. En það er virkilega frábært að hlutirnir séu að ganga svona upp hjá henni.
Varðandi mig, að þá er ég bara hress. Ég er að bögglast við að læra dönsku svo að ég geti farið í inntökuprófin í Danmörku nú í vor og gengur það svona ágætlega.
En þá að því sem sem skiptir mestu máli: Gúa Dögg Matthíasdóttir blómstar gjörsamlega. Hún er hjá æðislegri dagmömmu, henni Sissu og fílar það gjörsamlega í botn. Litla daman mín sem er ekkert lítil lengur er farin að hlaupa um og láta hafa aðeins meira fyrir sér, sem er bara gaman ( oftast nær ) Einnig er hún farin að tala ( ekki alveg á fullu ) en hún er komin með smá orðaforða og er að byrja á því að tengja saman orð. Orðið meira er í miklu uppáhaldi, sérstaklega við matarborðið.
Ég er líka búinn að vera nokkuð virkur á facebook síðustu daga, gaman að "hitta" fólk sem maður hefur ekki "hitt" lengi og aðeins að konnekta.
Síðan að lokum
ÍSLAND Á AÐ GANGA Í ESB OG TAKA UPP EVRU!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klukk-aður af Kittý Sveins!
14.9.2008 | 23:55
Fjögur störf sem ég hef unnið um æfina:
Forstöðumaður menningarhúss ungs fólks
Æskulýðsfulltrúi
Ruslakall
Meðferðarráðgjafi
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Lotr 1,2,3
Shawshank Redemtion ( eða hvernig þetta er skrifað )
American History X
Börn/Foreldrar
Mýrin
Brúðguminn....og listinn er bara lengri
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Hafnarfjörður
Reykjavík
Akranes
Hveragerði
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Lost
The big bang theory
How i met your mother
Friends
Arrested development
30 Rock.....og listinn er miklu miklu lengri
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríjum:
Ítalía
Danmörk
Slóvenía
England
Fjórar síður sem ég skoða daglega, fyrir utan bloggsíður:
mbl.is
visir.is
eyjan.is
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Kjúlli
Humar
bananastangir ( nammi )
pönnukökur
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Fréttabl
mogginn
monitor
andrés önd/syrpan
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
London
New York
Uppí rúmi
Argentínu Steikhús
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Superbeta
Bakemono
Mama G
Jóel Sæm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mbl að standa sig í að segja frá.....
7.9.2008 | 17:22
"Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, er reiðubúinn að kljást við varaforsetaefni repúblikana, Söruh Palin, maður á mann - þ.e. í körfubolta.Obama, sem nýtur hvert tækifæri sem gefst til að spila körfubolta á milli kosningafunda, segist hins vegar ekki vera reiðubúinn að keppa við Palin í skotfimi, en hún er þaulvanur veiðimaður.
Hún lítur út fyrir að geta eitthvað; hún spilaði í framhaldsskóla, sagði Obama um körfuboltahæfileika Palins, er hann var gestur í þættinum
Ég veit að hún er góð skytta, og ég veit að ég myndi að öllum líkindum ekki fara með henni á skotsvæðið til að æfa skotfimina, sagði Obama og bætti við: Ég held að hún sé betri skytta en ég. En ég held að ég ætti góðan möguleika á körfuboltavellinum hins vegar.
Þess má geta að Palin fékk viðurnefnið Sarah Barracuda í framhaldsskóla vegna frammistöðu sinnar með körfuboltaliði skólans."
Í hvaða þætti var Barack Obama gestur?
Obama til í maður á mann við Palin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessa konu vil ég sjá í framvarðarsveit samfylkingarinnar.
6.9.2008 | 14:31
Hún Guðríður er glæsilegur fulltrúi samfylkingarinnar í kópavogi og hún hikar ekki við að slá til baka og gerir það með stæl
Ég sá á síðu Andrésar Jónssonar um daginn að hann var að velta Guðríði fyrir sér sem framtíðarleiðtoga samfylkingingarinnar. Þar er ég honum sammála.
Vísar ásökunum bæjarstjóra á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gúa Dögg gaf pabba sín skyr í kvöldmat ( ljósmynd )
5.9.2008 | 00:09
Ég og Gúa Dögg áttum notalegan kvöldmat saman í kvöld. Dóttir mín er þannig að hún er matargat og henni finnst rosalega spennandi að borða sjálf. Hún var búinn að borða "sinn" kvöldmat og eftirétt en var samt ennþá svöng þannig að ég náði í skyr dollu handa henni og leyfði henni að borða sjálf. Hún var það góð við pabba sinn að hún vildi endilega gefa honum með sér......eins og þið sjáið er hún í góðum fílíng
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hann fór að mínum ráðum
2.9.2008 | 13:31
Guðmundur í stað Ólafs Inga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æi hvað mig langar mikið að vera leikari
1.9.2008 | 15:39
Ég fór með skottuna mína á opinn dag í Borgarleikhúsinu í gær ásamt heilum helling af fólki. Bjóst ekki alveg við svona miklum fjölda. En þetta var rosa gaman allt saman og mikið að sjá. Gúa Dögg var alveg heilluð af tónlistinni sem var spiluð þarna og síðan sá hún Gosa og fannst hann voða sniðugur.
Við fórum á opna æfingu á Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarsson og var það rosa gaman að sjá það sem var þar í gangi, þótt að ekki væri verið að æfa senu eða þvíumlíkt.
EN það sem mér fannst líka gaman að sjá að uppi á sviðinu voru 3 einstaklingar sem ég var með í lokahóp í inntökuprófunum í LHÍ fyrir 5 árum síðan. Þau s.s. komust inn og kláruðu námið sitt með stæl og eru komin á svið í Borgarleikhúsinu að leika þar.
Það finnst mér frábært og hefði gefið mikið fyrir að fá að vera hluti af þeirra bekk, og eða bekknum sem komst inn tveim árum seinna en þar var ég einnig í lokahópnum. En hlutirnir æxluðust svona og ég er ekkert bitur yfir því. Finnst virkilega frábært þegar fólk fær draumana sína uppfyllta.
En við það að vera á þessari æfingu að þá kom upp þessi tilfinning sem kemur reyndar alltaf upp þegar ég kem nálægt leikhúsi og líka viðloðandi mig meira og minna allan daginn og það er sú tilfinnig að mig langar svo mikið að læra það að verða leikari.
Ég er búinn að sækja 5 sinnum um hér heima, í eitt skiptið ( það fyrsta ) kom ég illa undirbúinn og sýndi inntökunefndinni og þeim sem þar voru að sækja um, vanvirðingu með framkomu minni. 3 árum seinna sækji ég aftur um og komst þá í lokahópinn. Komst ekki inn en ákvað strax að sækja um árið eftir. Þá var ekki tekið inn þannig að ég þufrti s.s. að bíða í 2 ár. Það ár komst ég líka í lokahópinn en ekki inn.
Ætlaði síðan ekki að sækja um aftur en ákvað að gera það samt og gerði það og komst í annað þrepið. Það ár tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að sækja um aftur. Sótti um í skóla í London og komst þar inn, á braut sem ég hélt að væri leikarabraut en er það ekki og hætti ég þar ( nenni ekki nánar útí það )
Því sótti ég um núna í ár og komst ég ekkert áfram.
En ég veit hvað ég get og er því ekki búinn að gefast upp.....þótt ég sækji reyndar ekki aftur um hér heima, heldur er stefnt erlendis.
En hver veit.....Paprika Steen virtasta leikkona Dana sótti um 13 sinnum áður en hún komst inn:=)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)