Ég er karlmaður..viltu kjósa mig sem varformann UJ?

Eins og fram hefur komið hér á blogginu mínu að þá hef ég ákveðið að bjóða mig fram til varaformanns ungra jafnaðarmanna en kjör hans fer fram um næstu helgi á landsþingi UJ.

Það er svo að það er önnur manneskja búin að bjóða sig fram og heitir hún Eva Kamilla. Ég þekki hana ekki neitt en veit ég þó það að hún er í framkvæmdarstjórn UJ sem og samfylkingarinnar og hefur verið í innsta hrings UJ undanfarin ár. Það eitt og sér er nóg til þess að gefa henni fullt af atkvæðum til þess að verða varaformaður og veit ég að hún mun alveg örgglega gera flotta hluti fyrir UJ.

Ég veit að hinn almenni félagmaður myndi undir eðlilegum kringumstæðum kjósa Kamillu en sérstaklega í ljósi þess að ég hef ekki beint verið á fullu sem innan UJ en ég stefni að því að verða það hvort sem ég fæ kosningu eða ekki. En ég tel að ég geti unnið vel sem varformaður UJ og ég vil vinna að því að fá fleiri til liðs við málsstaðinn. Ég er á þeirri skoðun að flest allir þeir sem eru hluti af minni kynslóð, að þeir séu jafnaðarmenn í brjósti sínu. Þeir fengu nóg af stjórnarfari síðustu ríkistjórnar og því er þegar ný stjórn er komin til valda að þá er tíminn til þess að vekja athygli á UJ og vinna hug og hjörtu þeirra.

Síðan er það skemmtileg staðreynd að Anna Pála er sjálfkjörin formaður UJ og því er það lógíst að það verði karlmaður sem verði varaformaður....eða er það ekki það sem jafnréttissinnar vilja:)
( vonandi skynjiði kaldhæðnina).....?

Ef þið viljið vita meira að þá spurjiði og ég mun reyna að svara eftir bestu getu. Annars bið ég um þinn stuðning á landsþingi UJ um næstu helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband