Fallegur dagur

Ég átti hreint æðislegan dag i gær, ég og Beta fórum og fengum okkur að borða á tapasbarnum í tilefni af degi elskenda sem var í gær eins og margir ef ekki flestir vita.

Síðan í dag er merkilegur dagur í mínu lífi, en fyrir fimm árum síðan gerðust hlutir sem eru búnir að breyta mínu lífi varanlega og til hins betra, alveg hreint ótrúlegt hvað margt hefur breyst á þessum árum við það eitt að taka ákvörðunina sem ég tók þá með hjálp góðra manna og vætta. Þess vegna er þessi dagur mér mikilvægur, bæði til þess að minna hvaðan ég kem og hvert ég get farið ef ekki er haldið rétt á spöðunum.

Síðan erum við að fara að flytja hvað á hverju inn í Hafnafjörð og get ég ekki sagt annað en að mig hlakkar mikið til.....loksins að fá almenninlegt eldhús:)

Betu líður vel, og erum við rosalega heppin og þakklát fyrir það hvað allt virðist ganga vel. Nú erum við að skoða barnaföt, barnavagna ofl ofl ofl......alltaf jafn fyndið að ef ég sé fólk með lítil börn að þá bráðna ég allur og get ekki beðið.

 Annars verð ég að benda ykkur á að skoða þessa http://www.kittysveins.blog.is/blog/kittysveins/entry/122225/ færslu hjá henni Kittý......eins sá fyndnasti draumur sem ég hef heyrt um held ég bara.

 Síðan er það Akureyri á morgun, hótel KEA og leikhús ( Svartur köttur ) get ekki beðið, hlakka svo til. Síðan er það áminning til ykkar kalla sem eruð þarna úti.....það er konudagurinn á sunnudaginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einusinni gerði ég stysta ástarljóð í heimi og það er svona:

Ég.

Þú. 

Nú. 

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

hahahahahaha......snilld

Matthias Freyr Matthiasson, 15.2.2007 kl. 14:57

3 Smámynd: Bjarkey Björnsdóttir

Frábært að allt gengur vel  

ohh shitt eru virkilega 5 ár síðan!! Ég er búin að hugsa í allan dag hvaða afmælisdegi ég væri að gleyma þann 15. feb!! En núna man ég það!!! Til hamingju með þennan áfanga elsku kallinn!!! Þá eru líka bráðum 5 ár síðan við kynntumst ahhaha ... Geggjað skrítið hvað tíminn líður...

Bjarkey Björnsdóttir, 15.2.2007 kl. 23:39

4 Smámynd: Sæunn Valdís

vá minn bara að verða Pabbi innilega til hamingju með það esskan! vonandi gengur allt vel og þú átt pottþétt eftir að standa þig vel sem pabbi

kv. Sæunn (einusinni kssingur) 

Sæunn Valdís, 16.2.2007 kl. 17:20

5 Smámynd: Guðrún

Til hamingju með að vera verðandi pabbi! Ég vona að allt eigi eftir að halda áfram að ganga jafn vel hjá ykkur!

PS takk fyrir commentið! 

Guðrún , 20.2.2007 kl. 16:55

6 identicon

Matti - þú ert ágætur! Til hamingju með daginn og sjálfa hamingjuna. Gangi ykkur vel.

kv,

Anna Lára

Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband