Samfylkingin tekur af skarið og býður frítt í Hvalfjarðargöngin

Félagar mínir í samfylkingunni í norðvesturkjördæmi ætla svo sannarlega að sína frumkvæði í verki í dag, með því að bjóða bílstjórum sem eru á leið til Reykjavíkur frítt í göngin. Með því eru Þau að mótmæla gjaldtökunni í göngunum.

 

Flott framtak og gefur góð fyrirheit um þá framkvæmdargleði og frumkvæði sem einkennir samfylkinguna.

 

http://www.visir.is/article/20070301/FRETTIR01/70301017


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Steinar Guðmundsson

Tekið af heimasíðu Spalar. 

"Það ber og að vekja sérstaka athygli á að kostnaður vegna hugsanlegra erfiðleika og áfalla við gangagerðina hefði lent á verktakanum í Hvalfjarðargöngum! Fossvirki og eigendur þess fyrirtækis veittu fulla ábyrgð á lánum á framkvæmdatímanum og báru tæknilega ábyrgð á verkefninu. Spölur ehf. fékk langmestan hluta framkvæmdafjárins að láni erlendis (3,3 milljarða króna). Það sem upp á vantaði kom frá innlendum lánastofnunum (825 milljónir króna), frá hluthöfum (86 milljónir kr.) og með láni úr ríkissjóði vegna kostnaðar við rannsóknir og undirbúning (120 milljónir kr.). Tölurnar eru á verðlagi í febrúar 1996. Lán sem fengin voru á framkvæmdatíma voru síðan endurfjármögnuð til lengri tíma, að stærstum hluta á vegum bandaríska líftryggingafélagsins John Hancock."

Gert var ráð fyrir að lán yrðu öll greidd upp af vegfarendum sjálfum á tveimur áratugum, frá því göngin voru tekin í notkun. Að þeim tíma liðnum yrðu göngin afhent íslenska ríkinu til eignar án endurgjalds og þá hefði ríkissjóður að auki fengið um tvo milljarða króna í skatttekjur af fyrirtækinu á verðlagi ársins 1996! Ljóst er að lán verði greidd upp mun hraðar en áætlað var í upphafi og skatttekjur ríkissjóðs af umferðinni um göngin verða mun meiri en ráð var gert fyrir."

Er samfylkingin líka búin að gera upp við sig hvernig hún ætlar að borga upp skuldir vegna holunnar? Ætla frumkvöðlarnir að borga fyrir þetta með fé allra sem ekki nota göngin einnig.

Ef þér mundi detta í hug að búa til brú yfir á sem myndi stytta leiðina frá a til b um x kílómetra og fá lánað fé til verksins. Værir þú ekki svoldið hissa ef einhver kæmi og mótmælti því að þú mundir rukka fólk sem færi yfir hana þangað til lánið væri greitt.

Svona á þetta að vera Matti! Ekki vera í ruglinu. 

Jóhann Steinar Guðmundsson, 4.3.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband