Paul Potts magnaði símasölumaðurinn/óperusöngvar er mættur aftur

Ég sýndi hérna um daginn videóclip af símasölumanni frá bretlandi sem heitir Paul Potts þar sem hann var að taka þátt í Britain´s got talent sem er raunveruleikaþáttur í Bretlandi. Í því videóclippi söng hann lagið Nessun Dorma og gerði hann það þannig að ég fékk gæsahúð og gekk þetta myndskeið mann á milli. Það sem gerðist í framhaldinu er það að hann Paul vann þessa keppni og hér ætla ég að sýna videó frá frammistöðu hanns úr undanúrslitaþættinum sem og úrslitaþættinum. Óþarfi er að taka það fram að hann er hreint út sagt magnaður og ég sem venjulega hlusta ekki á óperu fæ varla nóg af því að hlusta á hann Byrjum á undanúrslitaþættinum: Og hér er svo úrslitaþátturinn ( lagið er í lok clipsins ):

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband