Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hvað gera flokkar nú?

Ég sá á bloggi Eyþórs Arnalds einhversskonar færslu um vin minn hann Össur, þar sem Eyþór var búinn að fótósjoppa Össur sem mini versjon af Hulk ( einstaklega illa fótósjoppað reyndar ) En í þeirri færslu var EA að tala um hvað samfylkingin væri hrædd við þetta nýja framboð.....staðreyndin er sú að samfylkingin er ekki hrædd við neitt, heldur er samfylkingin afskaplega glaðlegur flokkur sem er tilbúinn í baráttu vorsins.

En sú barátta mun ekki snúast um mini-flokk Ómars, Margrétar & Jakop Frímanns, heldur mun baráttan snúast um það hvort fólk í landinu vilji halda áfram á þeirri braut misskiptingar, álvæðingar,óstöðugar hagstjórnar og lélegum kjörum aldraðra og öryrkja...slæmum og vondum ákvörðunum í utanríkismálum s.br. írakstríðið þar sem ég og þú vorum sett á lista þeirra sem studdu dráp á saklausu fólki. Það er það sem kosningarnar munu snúast um

 


mbl.is Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gummi Steingríms er snillingur

Mig dreymdi í nótt hann Guðmund Steingrímsson frambjóðanda samfylkingarinnar og snilling. Ekki spyrja mig afhverju mig dreymdi hann, hef aldrei hitt manninn en mig dreymdi hann samt.

Draumurinn var á þá leið að Guðmundur var að halda blaðamannafund sem var sýndur í beinni útsendingu í tv-inu og ég horfði á. En þar var hann semsagt að tilkynna það að hann væri búinn að segja sig úr samfylkingunni og ætlaði sér ekki að fara fram fyrir samfylkinguna í þessum kosningum né öðrum kosningum ef því væri að skipta, því hann fengi ekki að vera í efsta sæti listans og þar af leiðandi ekki ráðherra ( en eins og allir vita að þá verða Vg og Samfylkingin í næstu ríkisstjórn ) Og þar sem þetta væri svona að þá væri það hans niðurstaða að ganga úr flokknum og væri búinn að ganga til liðs við flokk Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur ( sem ekki er búið að stofna í alvörunni en í draumnum var það svo ) þar sem Ómar lofaði honum að Guðmundur myndi verða Iðnaðarráðherra!!!!!

 Væri gaman ef Guðmundur myndi commentera á þetta hjá mér...fannst þetta svoldið fyndið, efast ekkki um að Guðmundur sé metnaðargjarn og vinnur vel fyrir flokkinn og er ég ánægður með að hann sé með okkur, en þetta er svoldið mikið ólíklegtTounge

 Einnig dreymdi mig að ég væri orðinn 160 kg og Beta gerði bara grín að mér


Færsla í lengra lagi

Humm hvar skal byrja? Ég sagði frá því hér um daginn að ég ætlaði að skrifa um Akureyraferðina hjá mér og Betu og því er komið að því.

Við fórum semsagt norður á föstudegi og ætluðum að vera yfir helgina. Pöntuðum herbergi á hótel KEA og alles, fengum góðan díl á herbergi sem og sýningu leikfélags Akureyrar á svörtum ketti. Ferðin norður gekk vel og vorum við komin um 10 leytið að kvöldinu.

Byrjuðum á að koma okkur fyrir og fórum síðan á röltið og síðan að sofa. Á laugardeginum vöknuðum við ekkert of seint, né of snemma og fórum og fengum okkur morgunmat. Röltum síðan um Akureyri sem skartaði sínu fegursta þennan daginn, Beta verslaði og ég fylgdi með:)

Í hádeginu ákváðum við að skella okkur á bautann og þvílíkur viðbjóður!!! Ég pantaði mér lasagna og Beta einhvern pastarétt og maturinn var ógeðslega vondur. Það var eins og það væri moldarbragð af honum án djóks. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem ég hef borðað nokkrum sinnum á bautanum og ekki verið svikinn en þarna var ég það.

Allavegna leið dagurinn nokkuð fljótt og áður en við vissum af að þá var klukkan að verða leikhús. Við fórum á Vita Belle sem er veitingastaður og þar fengum við okkur góðan mat, lambakjöt og var þjónustan og maturinn til fyrirmyndar.

Eftir að hafa borðað okkur södd var haldið í leikhúsið og get ég ekki sagt annað en að spennan hafi verið orðin nokkur fyrir sýningunni. Í stuttu máli að þá er leikritið SVARTUR KÖTTUR algjör snilld og get ég ekki annað en hrósað aðstandendum óspart og þá sérstaklega honum GÓA ( Guðjóni Davíð Karlssyni ) en þessi drengur er hreint magnaður leikari....einn sá besti í íslensku leikhúsi í dag. Annars stóðu leikararnir sig vel og tónlistin flott og leikmyndin flott. Hún ( sýningin ) er blóðug og það mjög en húmorinn gerir það að verkum að maður finnur ekki fyrir viðbjóði.

Á sunnudeginum var haldið heim og gekk sú ferð vel. Við stoppuðum hjá Helgu frænku Betu sem býr ásamt manni sínum á bænum Þingeyrar og var Beta þar mikið sem krakki. Fallegur staður með mikilli sögu. Hvet alla til þess að koma þar við ef það á leið norður ( 15 km ) áður en komið er að Blöndósi, og kíkja á kirkjuna sem er þar.

Í heildina var þessi ferð æðisleg og stefnan er tekin aftur norður í apríl til þess að sjá sýninguna "Lífið-notkunarreglur" eftir Þorvald Þorsteinsson, sem útskriftarárgangur leiklistardeildar LHÍ leikur í, m.a. Halli frændi.
Smá útidúr. Nokkuð fyndið að hugsa til þess að fyrir 4 árum síðan var ég með þessum krökkum ( sem eru að útskrifast ) í lokahóp þeirra sem sóttu um í leiklistardeild LHÍ. En semsagt, ferðin okkar í þetta sinn var æði og vonandi verður sú næsta eins góð.

Að Óléttunni: Allt gengur vel og Beta er kominn með nokkuð myndarlega kúlu og það eru einhverjar hreyfingar byrjaðar að finnast....allt rosa spennó:) Vorum hjá ljósu í morgun og fengum að heyra hjartslátt og er það alltaf jafn magnað.

Að okkur: Við erum flutt í Hafnafjörð og er það æðislegt í alla staði....það er allt svo stórt hérna:) Einnig erum við komin með þvottavél og þurrkara og nú er bara beðið eftir því að við getum farið að setja upp hillur. Síðan erum við að skoða það að fara til Ljublijana en ég fór þangað í júlí 2005 og get varla beðið eftir því að koma þangað aftur. Æðislegur staður.


Sendu SMS !!!!!!

Það er álíka slæmt og að segja makanum upp með sms.........
mbl.is Þúsundir strandaglópar vegna gjaldþrots FlyMe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður maður kvaddur

Sr. Pétur Þórarinsson sóknarprestur í Laufási lést í gær. Vil ég nota tækifærið og votta hans nánustu aðstandendum og þeim sem syrgja hann, mína samúð. Ég læt hér fylgja með textann að sálminum sem hann samdi, sem ég veit að er uppáhaldssálmur margra .m.a. minn.

 Í bljúgri bæn.

Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.

Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.

Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.


mbl.is Andlát: Pétur Þórarinsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin tekur af skarið og býður frítt í Hvalfjarðargöngin

Félagar mínir í samfylkingunni í norðvesturkjördæmi ætla svo sannarlega að sína frumkvæði í verki í dag, með því að bjóða bílstjórum sem eru á leið til Reykjavíkur frítt í göngin. Með því eru Þau að mótmæla gjaldtökunni í göngunum.

 

Flott framtak og gefur góð fyrirheit um þá framkvæmdargleði og frumkvæði sem einkennir samfylkinguna.

 

http://www.visir.is/article/20070301/FRETTIR01/70301017


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband