Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Númer hvað í röðinni?
31.5.2007 | 11:11
Er hann ekki 4 eða 5 ritstjórinn á nokkrum mánuðum?
Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Blaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lýst vel á þetta + fréttir úr einkalífinu
25.5.2007 | 20:43
Ég verð að tjá mig um mín fyrri ummæli fyrst að ég er spurður hér í athugasemd á blogginu. Ég sagði víst um daginn hér á blogginu sem og í heyrandi hljóði að ég myndi segja mig úr samfylkingunni ef þau myndu ganga til liðs við sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.
Þessi ummæli mín voru sögð og á þeim tíma var ég þess fullviss um að það væri það sem ég myndi gera. Þegar síðan tíðindin um nýja ríkisstjórn voru sögð fór ég að skoða minn hug. Það lá alveg ljóst fyrir að mín skoðun væri sú að mynda ætti vinstri-velferðarstjórn eftir kosningar ef það væri hægt. Því miður er það ekki hægt.
EN að því sögðu, að þá er samfylkingin sá flokkur sem ég á samleið með í íslenskri pólitík og ég er það pólitískur að ég get ekki verið utan flokka, og málefnasamningur ríkisstjórnarinnar er flottur og get ég ekki verið annað en sáttur, þrátt fyrir það að þetta sé ríkisstjórn samfylkingar og sjallanna og mun ég því ekki segja mig úr samfylkingunni heldur mun ég frekar auka krafta mína þar innan ef nokkur kostur er. Þó er ég ekki að segja að ég sé sammála öllu um ráðherraskipan eða skiptingu embætta en tek það fram að mér lýst rosalega vel á Björgvin G og þarf ekki að taka það fram að mér lýst vel á Össur í því embætti sem hann er í.
Og varðandi það að Kristrún sé aðstoðamaður ISG er flott og efa ég ekki að hún muni standa sig vel í sínu starfi.
En úr pólitík yfir í einkalífið:
Ég er nýkominn frá Slóveníu en þangað fór ég á 26 ára afmælisdaginn hennar Betu ( 16 maí ), eða réttara sagt fórum við daginn eftir en í tilefni afmælis hennar. En á afmælisdeginum rændi ég henni úr vinnunni og fór með hana í dekur í mecca spa og síðan fórum við til London degi áður en hún hélt að við ættum að fara. Við fórum út að borða á rosa flottum stað í london og áttum æðislegt kvöld. Daginn eftir fórum við til Slóveníu og þetta land er hreint út sagt magnað og Hotel Trojane er æðislegt hótel. Sveitahótel c.a. 25 mín frá Ljubljana og er útsýnið og þjónustan og verðið æðislegt.
Við vorum einstaklega heppin með veður eða 20+ alla dagana. Þann 21 Maí er og verður hér eftir stór dagur í mínu því að þann dag bað ég hennar Betu og hún sagði já...þannig að við erum trúlofuð og erum komin með hringa.....æðislegt.
En mun hugsanlega fara betur yfir ferðina í næstu færslu.
Kristrún Heimisdóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Strákarnir eiga að vera stoltir
12.5.2007 | 18:10
Var að koma af leiknum ofan af skaga og mikið er ég stoltur af strákunum. Þeir stóðu sig ekkert smá vel. Hefðu reyndar mátt vera aðeins öruggari í sínum leik í byrjun en þeir komu sterkir inn í seinni hálfleik sérstaklega. FH liðið með alla sína menn sem svo sannarlega eru toppspilarar voru hreint alls ekki sannfærandi gegn "kjúklingunum" ofan af skaga.
ÍA átti skilið að fá stig útúr þessum leik. Og ef þetta er það sem gefur tóninn fyrir sumarið að þá mega önnur lið vara sig á ÍA liðinu, það er nokkuð ljóst.
En flottur leikur og góð byrjun á íslandsmótinu sem vonandi verður jafn skemmtilegt og þessi fyrsti leikur sumars var.
Áfram ÍA og áfram samfylkingin.....muna að kjósa rétt:)
Guðjón: Margir áttu von á stórsigri FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kjósið X-S, VOTE X-S
12.5.2007 | 11:44
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Snilldarmynd
11.5.2007 | 13:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ok enn ein skoðunarkönnunin og framsókn reynir hræðsluáróður
9.5.2007 | 22:50
Þetta er orðið nokkuð fyndið. Það kom könnun í dag frá capacent gallup sem sýndi niðurstöðu og síðan kemur könnun frá félagsvísindastofnun fyrir stöð2 sem sýnir allt aðra niðurstöðu.
En ég held að meira mark sé takandi á könnunni sem félagsvísindastofnun, og það er ekki vegna þess að við ( samfylkingin ) sé eitthvað meira uppá við þar heldur eingöngu vegna þess að sú könnun tekur til 2400 manns og ég trúi ekki að fylgið sé á eins mikilli hreyfingu og capacent kannanirnar eru að sýna.
En merkilega við þetta er að ríkistjórnin er fallin og eða með mjög tæpan meirihluta. Og eftir því sem nær dregur að þá fer framsókn í skotgrafirnar og reynir að skjóta í allar áttir, á DV t.d. og talar um að þeir muni ekki fara í stjórn ef Þeir fái þetta fylgi sem kannarnir sýna......vonandi að það muni hafa þau áhrif að fólk fari að kjósa þá til þess að halda þeim við stjórn.....þeir gera sér ekki grein fyrir því að allir eru fegnir við það að þeir hverfi úr stjórn og helst vill fólk að framsókn hverfi úr íslenskri pólitík.
En ég ætla nú einnig að vera góður við framsókn því að mér finnst ekki sanngjarnt að þeir einir séu að taka það á sig slæma stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki skilið 38 % fylgi....ég trúi ekki að fólk ætli sér að kjósa þenna flokk ójöfnuðar og biðlista og eiginhagsmunar yfir sig enn og aftur. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem fer hvað mest í taugarnar á mér, hann stendur fyrir allt það sem ég þoli ekki við íslenst samfélag. Og það er kominn tími á það að gefa þessum blessaða flokki frí.
Hversu lengi eigum við að leyfa X-D að stjórna þessu landi, takandi vafasamar ákvarðanir samaber stuðningin við Írak, biðlistana, ítrekuð brot á öldruðrum og öryrkjum, einkavæðingu, umhverfisspjöll, launamissmunun kynjana. Flokki sem er búinn að sjá til þess að 18 sinnum hafa stýrirvextir verið hækkaðir á nokkrum mánuðum vegna óstöðugar efnahagsstjórnar. Vafasamar ákvarðanir í samgöngumálum og þeir hafa sýnt það að þeir kunna ekki að sjá um velferðarmál, það er staðreynd. Og ekki má gleyma ummælum Geirs H. Hardee um sætustu stelpuna á ballinu lýsa þessum karlrembuflokki mjög vel.
En því miður að þá fer X-D alltaf í einhvern annan búning fyrir kosningar, fyriri borgarstjórnarkosningarnar í fyrra varð hann bleikur, núna er hann bleikur/grænn og þykist vera velferðarflokkur sem hann EKKI.
Ég vona svo sannarlega að fólki í landinu sjái það að þeir eru í felulitunum, eins og myndbandið hér neðar í síðunni sýnir. X-D er ekki eini flokkurinn sem getur séð um efnahagsmálin, eða velferðarmálin eða sjávarútveginn eða samgöngumálin. Nú er komið að Samfylkingunni til þess að sjá um þessi mál.
Henni er treystandi til þess!
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Samfylkingin svo sannarlega á réttri leið
8.5.2007 | 12:59
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jáhá
8.5.2007 | 11:06
Hvaða flokkur ætli muni ráða þarna í sumar?
samkv einhverri könnunn að þá er ég í réttum flokki
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 43.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 8%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%
Slökkvilið kallað að Alþingishúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
allt á réttri leið
7.5.2007 | 18:23
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)