Átti ekki von á þessu

Ok allt í lagi að Valur vinni og gefi þar af leiðandi öðrum liðum möguleika á að vinna titilinn en að vinna FH 4-1 er með ólíkindum....

Til hamingju Valsmenn


mbl.is Valur burstaði FH 4:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíl í friði kæra vinkona

Þær voru þungar fréttirnar sem ég fékk í síðustu viku um að mín kæra vinkona hún Susie væri búin að kveðja þennan heim, litli ljóshærði gáfaði engillinn er farin úr þessum heimi. Lífið er svo sannarlega ekki alltaf sanngjarnt og maður stendur ráðþrota og dofinn gagnvart svona atburðum. Ung og falleg og hæfileikarík stelpa tekin svona ung í burtu.

Ég kynntist Susie fyrir u.þ.b. 3 árum síðan og mér er það minnistætt hvernig hún brosti svo fallega og tók í höndina á mér og kynnti sig og frá þeirri stund tókst með okkur vinátta. Mér þótti eftirtektarverkt hvernig Susie tók hverjum og einum eins og hann var og varð ég ekki var við fordóma eða annað sem hrjáir svo marga sem lifa á þessari jörð. Að hennar mati áttu allir sama rétt á að vera hér.

Susie var einstaklega vel af Guði gerð. Hún hafði mikinn húmor, fallegan persónuleika og einstaklega litríkan og sérstakan fatastíl sem passaði svo vel við hana. Hún var einnig vel lesin og var einstaklega klár og hæfileikarík og bar af sér þann þokka að hún væri í raun og veru eldri en hún var. Við fórum eitt sinn í ferðalag austur á land rétt eftir að við kynntumst, þar ræddum við um allt milli himins og jarðar og komumst við meðal annars að því að leiðir okkar lágu ekki saman í pólitík, og áttum við eftir að ræða það þó nokkuð oft eftir það en alltaf í góðu.

Ég dáðist að henni fyrir það að skella sér í Menntaskólann Hraðbraut og klára stúdentsprófið á einu ári og það með stæl, og á sama tíma var hún að vinna á Landspítalanum. Þvílíkur kraftur og dugnaður. Ef það væri síðan ekki nóg að þá hringdi hún í mig síðasta vor vitandi það að ég væri að fara í inntökuprófin fyrir Leiklistardeild listaháskólans og sagði mér það að hún ætlaði að sækja um þar bara svona uppá djókið. Hún gæti allavegana sagt að hún hefði þá prófað það líka.

Við áttum í kringum það góðan tíma saman þar sem við æfðum okkur fyrir framan hvort annað og gerðum okkur að fíflum og okkur fannst það báðum jafn fyndið. Susie gerði það af krafti og dugnaði eins og allt annað og komst áfram í annað þrep inntökuprófanna sem er betri árangur en margir hafa náð og með því sýndi hún mér hvað hún var virkilega hæfileikarík og fjölhæf.

Hún grét það ekki að komast ekki inn, heldur ákvað að einbeita sér að því að komast í læknanám í haust. Mér þykir mikill heiður að hafa fengið að vera vinur hennar og ég veit að Faðirinn tekur vel á móti þessum fallega og góðhjartaða engli sem nú er farinn. Hennar verður sárt saknað.

Elsku Susie, ég mun alltaf minnast þín og þíns fallega bros og stóru augnanna þinna. Farðu í friði mín kæra. Við hittumst seinna:*

Votta fjölskyldu þinni og aðstandendum innilegrar samúðar  


Paul Potts hvað!!!!

Jæja ætla kannski ekki að ganga eins langt og fyrirsögnin segir til um, en þessi dude er magnaður líka.....tékk it át

Paul Potts magnaði símasölumaðurinn/óperusöngvar er mættur aftur

Ég sýndi hérna um daginn videóclip af símasölumanni frá bretlandi sem heitir Paul Potts þar sem hann var að taka þátt í Britain´s got talent sem er raunveruleikaþáttur í Bretlandi. Í því videóclippi söng hann lagið Nessun Dorma og gerði hann það þannig að ég fékk gæsahúð og gekk þetta myndskeið mann á milli. Það sem gerðist í framhaldinu er það að hann Paul vann þessa keppni og hér ætla ég að sýna videó frá frammistöðu hanns úr undanúrslitaþættinum sem og úrslitaþættinum. Óþarfi er að taka það fram að hann er hreint út sagt magnaður og ég sem venjulega hlusta ekki á óperu fæ varla nóg af því að hlusta á hann Byrjum á undanúrslitaþættinum: Og hér er svo úrslitaþátturinn ( lagið er í lok clipsins ):

Betri en FH?

Skondið commment Ásthildar um að kvennalandsliðið sé það besta á landinu....vissulega er það betra en karlalandsliðið en efast um að það myndi vinna meistaraflokk FH í karlaknattspyrnunni.

 

En annars hvet ég alla til að fara á völlinn og hvetja stelpurnar og vonandi ná þær góðum úrslitum og komast á EM


mbl.is Ásthildur Helgadóttir: „Erum besta íþróttalið á landinu eins og er"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að tala um þetta í gær

Samanber síðustu færslu hjá mér....en afhverju strandaglópar???


mbl.is Örlög strandaglópa ráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lost ( lífsháski eins og það heitir á RÚV ) Bloopers videó

Hvað er málið með þessa þætti.....var að horfa í gærkvöldi á lokaþátt seríu nr 3 og þetta verður bara betra!!! Mikið rosalega finnst mér þetta góðir þætttir, það hálfa væri nóg. En því miður að þá byrjar 4 sería ekki fyrr en í Feb á næsta ári og þá meina ég úti í USA...kemur hingað örugglega ekki fyrr en um haustið eða eitthvað. En já ég fíla þessa þætti í tætlur....ekki margir þætti sem ég er svona fastur yfir eða hrifinn af. Og ég mæli með því að ef þú fílar þá ekki...að þá vonandi er það vegna þess að þú byrjaðir að horfa á 1 þátt í 1 seríu og fílaðir ekki það sem var í gangi...ekki að þú hafir byrjað í miðri 2 seríu og fundist leiðinlegt...virkar ekki þannig...ætla einmitt að redda mér 1 og annari seríu og horfa uppá nýtt til þess að viðhalda fíkninni:P En hér er smá bloopers tríd fyrir ykkur, 1 Sería: Og 2 Sería:

Sarkozy var víst ekki fúllur.....og annað myndband

Samkv vísi.is að þá var Sarkozy ekki fullur í þessu myndbandi sem ég sýndi fyrr í dag....it sure looks like it tho. En hér er myndband af 6 ára snót sem er gjörsamlega með þetta á hreinu...horfið og njótið:
Amazing SIX-Year-Old Singer - Click here for funny video clips Og sjáið síðan þetta....algjör snilld:
Baby Eating Mango - More amazing video clips are a click away

Nicolas Sarkozy frakkaforseti blindfúllur

Það er hreint alveg magnað að sjá Frakklandsforseta fullann á fréttamannafundi sem haldin var í tengslum við G8 fundinn...það er hægt að sjá það hér: Og síðan þessi magnaði söngvari sem þú verður að sjá:

Fallegar kveðjur + Þingvellir

Takk fyrir fallegu commentin sem komu við síðustu færslu.....foreldranir eru svo sannarlega spenntir. Tek undir orð Brögu mágkonu minnar að stelpan virðist ætla að verða myndarleg eins og mamman...allavegana eru þær skuggalega líkar ef maður ber saman myndir af Betu síðan hún var kornabarn og síðan þessari sem er á leið í heiminn....tek líka undir orð Brögu með það að hún á ekkert að vera að koma í heiminn þann 19 ág....það á nóg af fólki sem ég þekki afmæli þann dag.

 En maður vaknaði upp í síðustu viku og áttaði sig allt í einu á því að það eru u.þ.b. 10 - 11 vikur í það að barnið komi í heiminn....og það er allt eftir einhvernveginn.....það á eftir að kaupa vagn og rúm og það á eftir að kaupa kommóðu og það á eftir að kaupa skiptiborð og hitt og þetta.....held að það eina sem er komið er að það eru bleik fötTounge

Reyndar ætla mamma & pabbi að gefa okkur sæng handa dömunni, Palli og Braga gáfu okkur svefnpoka í vagninn og svona.

 Beta dró mig í útilegu um helgina....já mig....mann sem hefur hingað til ekki verið mikið hrifinn af einhverri svoleiðis vitleysu en mikið rosalega var þetta kosý. Við fórum á Þingvelli og fengum stað beint við vatnið og frábært útsýni.....munum sko fara fljótlega aftur í svona ferð.

 Annars....er frekar latur við að blogga og mun blogga öðru hverju í sumar...mun auka það þegar nær dregur hausti......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband